Það þarf vart að kynna Bjarna Ólaf Guðmundsson fyrir þeim sem hafa lagt leið sína á þjóðhátíð undan farin ár. Bjarni Ólafur eða Daddi eins og hann er kallaður hefur í nógu að snúast þegar kemur að jafnt stórum sem smáum viðburðum þar á eyju. En það er greinilegt fjör á bak við tjöldin áður en skemmtikraftar stíga á stokk til að skemmta fjöldanum í brekkunni góðu.
Skálmöld rétt við að stíga á svið.
Kaleo mættir á svæðið ásamt Hákoni.
Góð spurning hvor þeirra sé í flottari dressi, Emma eða Páll Óskar?
Kristjana að gera sig klára fyrir Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, já og Dadda.
Friðrik Dór og Emma.
Samgleðst þeim sem sáu Quarashi úr brekkunni.
Daddi og Jónas Sig að trylla alla.
Hákon og Melkorka með Jóni Jónssyni.
Hér má svo sjá stiklu í tilefni 140 ár frá fyrstu Þjóðhátíð – stikla sem var sýnd á brekkusviðinu á laugardagskvöldi hátíðarinnar þar sem farið er yfir hluta Þjóðhátíðarsögunnar á stuttan og skemmtilegan hátt.