Þjóðleg stemning og notalegt andrúmsloft – Myndir

Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst gott að borða og það er einstaklega gaman að fara eitthvað út að borða. Nýir staðir eru mjög spennandi og ég fór á stað um daginn sem ég hafði ekki farið á áður. Þessi staður heitir Íslenski Barinn og hann er einn af skemmtilegustu stöðum sem ég hef borðað á. Ég er rosalegur þjóðernissinni í mér og mér finnst gaman að vera frá Íslandi og er stolt af landi okkar og þjóð og þess vegna hafði ég alveg sérstaklega gaman að Íslenska Barnum.

20140531_191802

Það voru púðar á staðnum sem  voru með þessari mynd og það eru örugglega flestir sem þekkja einhvern sem á svona mynd í ramma uppi á vegg. Er það ekki rétt hjá mér?

20140531_193406

Forréttakrukkurnar voru  rosalega girnilegar og innihaldið var dýrðlegt!

Andrúmsloftið á staðnum var rosalega gott og þetta var allt saman ofsalega notalegt. Réttirnir á staðnum voru allir frekar þjóðlegir og skemmtilegir. Til dæmis var hægt að fá pylsubrauð með allskonar mat á milli, humar eða lambakjöt og bernaise og það má alveg segja að þetta hafi runnið ljúflega niður og gott betur en það.

20140531_200507

Maturinn á Íslenska Barnum er skemmtilega borin  fram og hægt var að sjá íslenskt þjóðfélag í mörgum þeirra.

20140531_202909

20140531_202933

Það er hægt að fá allskyns þjóðlega rétti á Íslenska Barnum og smakk af hinu ýmsa góðgæti, eins og hákarl, flatkökur með hangikjöti og brennivín.

 Það var margt um manninn á staðnum þetta kvöld og margir ferðamenn voru þar á meðal og óborganlegt að sjá fólk smakka þessa framandi rétti. Eftir dásamlegt kvöld, með fulla maga fórum við sáttar og glaðar út í kvöldið.

SHARE