Þjóðleikhúsið óskar eftir óvitum – Skráning fer fram í dag milli 14-19

Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir:

“Á næsta leikári mun Þjóðleikhúsið setja upp ÓVITA eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Í verkinu leika börn fullorðna og fullorðnir leikarar leika börnin. Því vantar okkur hóp leikara á til að leika mömmur og pabba, afa og ömmur, öskukarla og afgreiðslufólk, löggur og strætóbílstjóra, karla og kerlingar.”

Tveir 14 barna hópar skiptast á að leika í sýningunni.

Krakkar sem vilja leika á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, á aldrinum 8-14 ára og ekki hærri en 160 cm – eru hvattir til að mæta og skrá sig í prufur.

Mánudaginn 29. apríl á milli klukkan 14.00 og 19.00 fer fram skráning í prufur sem haldnar verða síðar.

Í skráningunni fá allir númer, upplýsingar um hvernær þeir eiga að mæta í prufuna og hvað þeir eiga að kunna þegar prufan fer fram.

Það er mjög mikilvægt að mæta í skráninguna – það er ekki hægt að skrá sig í gegnum síma eða tölvupóst. Er ekki um að gera að gefa börnum sem hafa áhuga á leiklist tækifæri til að koma sér á framfæri og hafa gaman í leiðinni?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here