
Það er fátt meira ógnvekjandi en ég þegar ég er orðin svöng. Ef þú bætir ofan á það þreytu, getur það endað með ósköpum, vinslitum eða öðrum dramatískum ákvörðunum. Þegar ég fer svo á veitingastað og panta mér eitthvað góðgæti og það sem ég fæ eru vonbrigði þá getur veröldin farið aðeins á hliðina.
Fólkið sem hefur lent í að fá þennan mat hér að neðan fyrir framan sig, hefur áreiðanleg orðið örlítið skúffað. Allavega tók það mynd af herlegheitunum og deildi á veraldarvefnum. Þó ég væri að deyja úr hungri myndi ég ekki borða þetta:
1. Hmmm… ok

2. Pantaði sér „grænmetisbát“

Sjá einnig: Dómararnir skilja ekkert hvað er í gangi!!
3. Kiwi pizza frá dönskum pizzastað.
Eitthvað svo rangt

4. „Exótískt“ salat já….
Myndi segja að þetta væri allt annað en „exótískt“ .. kemur úr dós ef mér skjátlast ekki

5. Pantaði sér ostafranskar
Það er allavega ostur á þeim

6. Ís með súkkulaðisósu … ég er orðlaus

Sjá einnig: Af hverju er betra að borða reglulega?
7. Bökuð kartafla sem einn fékk í vinnunni
Hvernig verður svona til?

8. Pizza… ein sú ógirnilegasta sem ég hef séð
Hvað er þetta eiginlega ofan á pizzunni?

9. Þessi fékk sér kaffi úr vél í skólanum sínum….
Í alvöru.. ég myndi bilast!

Sjá einnig: Leiðbeiningar fyrir þá sem eru með plöntur
10. Kjúklingasamloka frá ónefndum stað
Við getum frekar kannski kallað þetta matareitrunarloka. Ég er mjög glöð að sjá ekkert bitfar í þessu

11. Í Brasilíu er hægt að fá Subway pizzu
Ég held að það sé ekki möguleiki að gera þetta minna girnilegt

12. Hver elskar ekki góða kjúklinganagga?
Stökkir að utan og kaldir að innan….. bðakk!

13. Kjúklingasamloka segja þeir
Ég er ekki sannfærð

14. Djúpsteiktur pappír
Nýjasti megrunarkúrinn

15. Bananavatn
Hver kom með þessa hugmynd?

16. Sesar salat
Ætli þetta hafi verið gert svona af því þetta var „take away“? „Við látum þig fá öll innihaldsefni en þú skerð niður sjálf/ur.“

17. Og nú eru allir með bananavatn
Viðskiptavinurinn ætlaði að fá banana OG vatn…. ekki banana í vatni

18. Samloka með súkkulaði, appelsínu og káli
Nokkuð viss um að einhver fór í veikindafrí eftir þetta…

19. „Hverjir vilja fá kartöflusalat?“
Ekki ég

Heimildir: Bored Panda

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.