Ég veit eiginlega ekki hvort er fallegra, að gamli maðurinn fer út að ganga með hundinn sinn, þrátt fyrir augljósa líkamlega erfiðleika. EÐA að hundurinn labbar löturhægt til að fara ekki fram úr eiganda sínum.
Dásamlegt!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.