Þór svarar: Langar að líða betur

Lesandi spyr:

Hæhæ. Ég er búin að vera þunglynd í langan tíma og með kvíðavandamál. Langaði að fá hjálp hvað ég eigi að gera til þess að líða betur og vinna á kvíðanum.

Einnig gengur samband mitt og kærasta míns ekki svo vel upp á síðkastið, mikill pirringur í loftinu alltaf og ég veit ekki hvað ég á að gera. Við eigum barn saman og ég vil ekki kasta þessu í burtu án þess að reyna allt.

Kær kveðja

 

Þór svarar: 

Sæl vertu

Í fyrsta lagi ertu búin að sturta niður í klósettið öllu sjálfstrausti og hversu innileg manneskja og móðir þú ert í raun og veru.

Lyf hjálpa til en þau geta ekki gert allt og til að ná stjórn á hugsunum þínum sem eru á flakki út um allt þá skaltu í huganum kveikja á kerti á litlum lampa og halda focusinum á honum, hljómar auðvelt en er þrælerfitt.

Þetta er hugeflisæfing fengin að handan til að ná stjórn á heilanum og hugsunum.

Barnið má aldrei verða skiptimynt í sambúð og þú verður að fara í sjálfsskoðun hvað sé raunverulega að sem geri manninn þinn svona pirraðan.

Hafið þið rætt saman á lágum nótum hvað ykkur finnst vera að og hlusta á hvort annað? Það væri fyrsta skrefið og sleppa engu undan.

Mér sýnist að oftast komist þið að samkomulagi eftir smá rifrildi út af smáhlutum en mætist á miðri leið.

Láttu mig vita hvernig gengur.

þg

thor@hun.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here