Það er svo gott að fá góðan fisk eftir helgina. Hér kemur ein uppskrift frá Ljúfmeti.com
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp (uppskrift frá Familjekassen)
- um 600 g þorskur (eða ýsa)
- 1 dl raspur
- 100 g rifinn ostur
- 1 hvítlauksrif
- 2 msk fínhökkuð steinselja
- salt og pipar
- smjör
Hitið ofninn í 150°. Leggið fiskinn í smurt eldfast mót. Saltið og piprið. Blandið raspi, rifnum osti, steinselju og pressuðu hvítlauksrifi saman og setjið yfir fiskinn. Setjið smjör yfir, annað hvort brætt smjör sem er dreift yfir eða skerið sneiðar (t.d. með ostaskera) og leggið víðs vegar yfir rasphjúpinn. Bakið í um 10 mínútur, hækkið þá hitann í 200° og bakið áfram í 5 mínútur til að rasphjúpurinn fái fallegan lit.