Anna G. frá Somerset á Englandi skrifaði til The Mirror til að segja þeim frá aðferð sem hún notaði til að komast hjá því að fara á stefnumót.Anna kynntist manni á netinu, fór á nokkur stefnumót og ákvað að það yrði ekki meira úr þessu sambandi við manninn. Hún gaf honum nokkur merki um huga sinn en maðurinn hélt áfram að senda henni skilaboð og reyndi að fá annað stefnumót.Að lokum sendi hún honum þetta:„Hæ, þetta er systir Ann-Marie. Mér þykir leitt að segja þér það en hún var lögð inn á spítala í gærkvöld, mjög alvarlega veik, svo það verður ekki hægt að ná í hana í svolítinn tíma. Fyrirgefðu þetta en þegar, og ef, henni batnar skal ég biðja hana að senda þér skilaboð.“„Ok takk. Á hvaða deild er hún ég kem að heimsækja hana strax“„Þeir leyfa bara fjölskyldunni að heimsækja hana núna, svo ég læt þig vita ef vinir mega heimsækja hana.“„Ég er fyrir utan spítalann núna, má ég koma inn núna ef þú segir mér á hvaða deild hún er?“„Mér þykir leitt að segja þér það en hún dó í gærkvöldi“Það komu ekki fleiri skilaboð frá manninum eftir þetta. Tengdar greinar: