Þrenna helgarinnar: Camenbert, hvítlaukur og hvítvín – Uppskrift

Þessi er alveg til að slefa yfir: Camenbert baðaður í hvítlauk og hvítvíni og bakaður.
Get ekki beðið eftir að komast heim og græja!

Innihald:
250 gr. Camenbertostur
1/2 hvítlauksgeiri
1/2 teskeið hvítvín

Leiðbeiningar:
1) Ofn hitaður í 200°C
2) Camenbertinn á að vera heill og í viðarboxinu.
3) Skerið hvítlauinn mjög smátt.
4) Takið ostinn úr boxinu, úr bréfinu og setjið ostinn aftur í boxið.
5) Gerið 6 smáar holur efst á ostinum og látið hvítvínið leka ofan í.
6) Stráið hvítlauknum ofan á.
7) Setjið lokið aftur á boxið og bakið í ofni í 25-30 mínútur, þar til osturinn er orðinn heitur og sjóðandi.
8) Berið bráðnaðan ostinn fram í boxinu.

picN48vIX

SHARE