Þrífðu ofninn þinn eiturefnalaust

Hefur þú kannski verið að þrífa ofninn þinn á kolrangan máta?

Þessi aðferð er mögulega sú allra áhrifa mesta og auðveldasta  leiðin til að þrífa skítuga ofninn þinn. Það getur verið erfitt að þrífa ofninn, sérstaklega ef þú gerir það ekki reglulega, en þessi aðferð gerir ofninn skínandi hreinan – eiturefnalaust!

Sjá einnig:15 frábær ráð við heimilisþrifin

matarsódi

Sjá einnig: Hvítt verður aftur hvítt!

Hér er það sem þú þarft:

–  Vatn

–  Spreyflösku

–  Matarsóda

–  Tusku

–  Edik

–  Skál

Hér er það sem þú þarft að gera:

1.  Fjarlægðu grindurnar/plöturnar úr ofninum.

2.  Taktu skál og blandaðu matarsóda saman við vatn svo þú fáir mátulega þykka blöndu.

3.  Dreyfðu blöndunni á ofninn að innanverðu. Matarsódinn ætti að verða brúnn eftir að þú berð blönduna á. Láttu hana bíða í 12 klukkustundir.

4.  Taktu blauta tusku og þrífðu ofninn að innan eins vel og þú getur.

5.  Settu edik í spreyflösku og spreyjaðu yfir ofninn, þar sem enn eru leyfar af matarsóda og þurrkaðu síðan af með blautri tusku.

6.  Settu plöturnar aftur inn í ofninn og kveiktu á ofninum á lágan hita í 15-20 mínútur, til þess að láta hann þorna.

Sjá einnig:Stórsniðugt: Þú getur þrifið ótrúlegustu hluti með WD-40

Easily-Clean-Oven-Glass-600x400

Til þess að þrífa glerið:

1.  Búðu til aðra blöndu úr matarsóda og vatni.

2.  Berðu á glerið og leyfðu því að bíða í 30 mínútur.

3.  Notaðu blauta tusku til að þurrka glerið.

Munum að þau efni sem við notum við heimilisþrif, geta verið skaðlegri en okkur grunar og þess vegna algjör óþarfi að vera að taka áhættu með því að nota heilsuspillandi vörur.

SHARE