Þrífur þú förðunarburstana þína?

Veistu hversu mikið af bakteríum eru í förðunarburstunum þínum eða myndir þú setja eitthvað á andlitið þitt sem er fullt af bakteríum?

Sjá einnig: Törutrix| Veistu hvað leynist í förðunarpenslinum þínum?

clean-brushes

Kinnalitabursti: Er sá bursti inniheldur einna mest af bakteríum. Húðfita, dauðar húðfrumur og baktería festast í hárum burstans og komast þar með í snertingu við húð þína í hvert skipti sem þú notar burstann. Þær bakteríur sem geta fundist í þessum bursta heita Staphylococcus og Streptococcus og geta þær valdið óþægilegum sýkingum. Skítugir burstar geta valdið bólum, roða og sveppasýkingu.

Augnskuggabursti: Mörg okkar nota ekki mikið augnskuggabursta en þeir geta samt sem áður verið hættulegir vegna þess að þeir geta komist í snertingu við augun. Augun okkar eru alltaf blaut og eru því fullkominn staður fyrir bakteríur að fjölga sér. Jafnvel smá snerting við augun getur valdið ertingi í augum, bólgum og sýkingu í tárakirtlum.

Sjá einnig:Vafasöm húðumhirða – góð ráð

Varalitapensill: Hann hjálpar þér kannski við að setja varalitinn fullkomnlega á en ef burstinn er ekki nægilega hreinn getur hann valdið heilsukvillum. Bakteríurnar lifa góðu lífi á vörum þínum vegna bleytunnar, en ef burstinn er óhreinn getur þú fengið frunsu og aðra kvilla, sem geta leitt til bólgu í hálsi.

Sjá einnig: DIY: Búðu til þinn eigin andlitshreinsi

Hreinsaðu förðunarburstana þína að minnsta kosti einu sinni í viku og ekki deila burstunum þínum með öðrum. Ef þú átt það til að fá bólur, þrífðu burstana þína þá oftar til að koma í veg fyrir bólumyndun.

SHARE