Þriggja metra langur krókódíll undir rúmi mannsins – Þetta hljómar eins og martröð úr æsku

Óboðinn gestur

Þetta hljómar nú eins og martröð og víst er að hér eftir mun Guy Whittall gá hvort það er skrímsli undir rúminu hans áður en hann fer að sofa. Hann vaknaði nefnilega morgun einn og þá var þriggja metra langur krókódíll undir rúmi hans.

Þetta átti sér stað í Zimbabwe og hafði skepnunni tekist að komast inn í svefnskálann og þar húkti þessi Nílar krókódíll undir rúminu alla nóttina.

Guy settist fram á rúmið þegar hann vaknaði og héngu fætur hans svo að segja við kjaftinn á krókódílnum. En hann hafði auðvitað ekki hugmynd um hinn óboðna gest sinn. Það var ekki fyrr en hann sat frammi í borðasal að fá sér morgunmat og hann heyrði hræðsluópin í þjónusutstúlku að honum var sagt af skepnunni.

Guy Whittall, sem er yfirmaður Humani stofnunarinnar var brugðið þegar hann sá krókódílinn. Fyrir stundu hafði hann setið og sveiflað fótunum fyrir framan ginið á skepnunni!

Krókódílar eru snillingar í að fela sig og þess vegna hafa þeir lifað as eins lengi og raun ber vini og enginn tekur þeim fram í drápstækni í vatni.

 

 

Starfsfólkinu tókst að koma kaðli um hálsinn á krókódílnum og svo var hann dreginn út – og barðist hart á móti!

 

 

Guy Whittall sagði að gesturinn hafi ekki verið kátur að láta draga sig svona burtu!

 

„Þeir kunna að fara um hljóðlega og fela sig, það er í eðli þeirra. Húsið þar sem þetta gerðist stendur skammt frá stórfljóti og þaðan kom skepnan. Þeir koma oft á land og þvælast eitthvað um, einkum þegar fer að kólna. Líklegast hefur honum liðið vel undir rúminu af því að þar var hlýtt.

Auðvitað barðist hann á móti því að vera dreginn svona burtu en við erum vanir að fást við krókódíla og það gekk bara vel“.

 

Það voru þó nokkur átök að koma honum til síns heima því að svona stórir krókódílar eru firnasterkir.

 

Þessir menn eru greinilega ekkert voðalega hræddir við krókódílinn

Það er nú öruggara að hann geti ekki bitið blessaður.

Það er nokkuð ljóst að hér eftir munu allir gá undir rúmið á kvöldin.

 

Heimild

SHARE