Þrír skotheldir heilsudrykkir sem segja SEX á mánudegi

Mmm! Þegar Vogue mælir þá sperrum við eyrun! Tískubiblían er, þvert á almennt álit manna, langt frá því að vera „hið helga vé ósiða og anorexískra lífshátta”. Reyndar leggja mógúlar Vogue talsvert mikið upp úr heilbrigðum lífsháttum og ef betur er að gáð – má þar meðal annars lesa um … haldið ykkur fast … heilsudrykki.

Að vísu á ritstjórn ekki heiðurinn að uppskriftunm sem sjá má hér að neðan – heldur leitaði blaðamaður Vogue í viskubrunn Williamsburg Grass Roots Juicery sem er staðsett í Brooklyn, New York. Innihaldið er því góðfúslega fengið að láni og undirrituð þýddi dýrðina með aðdáunarblik í augum. Sem gerir umfjöllunina enn áhugaverðari fyrir vikið – en hér að neðan má sjá þrjá skothelda heilsudrykki sem segja sex á mánudagsmorgni, eru sneisafullir af bætiefnum OG einfaldir að gerð.

Hér eru þeir allir – þrír talsins – frá þynnkubana til svefnmeðals og gott ef nærandi drykkur fyrir andlitshörundið leynist ekki þarna líka. Þó ég leggi ekki í vana minn að fjalla um mataruppskriftir stóðst ég ekki mátíð í þetta skiptið. Þegar Vogue mælir … legg ég eyrun við.

Dásamlega freistandi – gleðilegan mándag, gott fólk!

.

Hörundsheilarinn:

  Sagan hermir að þessi svalandi gúrkudrykkur næri hörundið, en að viðbættum lífrænum rauðrófum stuðli hann að auknu jafnvægi og dragi jafnvel úr ójöfnum – sem hyljarinn nær að öllu jöfnu ekki að fela.  

Innihald:

1 og ½ agúrka

2 sellerístangir

2 gulrætur

2 ½ dl rauðrófur (með hýðinu!)

½ handfylli af ferskri steinselju

.

Ónæmismeistarinn:

Þessi C-vítamínsprengja sem ilmar af gulrótum og sítrónu er stútfullur af andoxunarefnum (hermir sagan í það minnsta) og getur unnið sigur á illskeyttum timburmönnum. Dásamlegur drykkur sem er allra meina bót.

Innihaldsefni:

3 gulrætur

1 pera

½ sítróna

1 ½ appelsína

1 ml Echinacea tinktúra (fæst í heilsuverslunum)

.

.

Brjálaði hleðslu-boostinn

Þegar enginn tími gefst fyrir þrjár næringarríkar máltíðir sem allar samanstanda af misjöfnum næringarefnum, er þessi víst svarið – B12 vítamín sprengja með K-vítamínhlöðnu káli og andoxunarefnum úr goji-berjum sem hlaða líkamann á örskotstundu. Svaðalegur drykkur.

Innihaldsefni:

2 dl kókosmjólk

2 ½ hnefafylli af spínati

1 hnefafylli af káli

2.5 dl af frosnum ananas

Hnífsoddur af kanel

Goji ber til skreytingar

Heimild: Vogue

Tengdar greinar:

Húsráð – Ilmkjarnaolíur og hugmyndaflugið

Grænt te, bláberja og banana smoothie

Svona gerir þú túrmerik-mjólk

SHARE