Þessi ísterta er virkilega góð og í miklu uppáhaldi, sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Uppskriftin kemur að sjálfsögðu frá Ragnheiði sem er með Matarlyst.
Marengs
3 eggjahvítur
150 g sykur
Aðferð
Hitið ofninn í 120 gráður með blæstri.
Eggjahvítur þeyttar þar til þær byrja að freyða þá er sykrinum bætt út í, stífþeytið.
Teiknið hring eftir 24 cm bökunarformi á bökunarpappír klippið út setjið í botninn á forminu. Setjið marensinn ofaní dreifið út.
Setjið inn í 120 gráðu heitan ofninn í 90 mín.
Látið botninn kólna áður en ísblöndu er hellt yfir.
Þristaís
Hráefni
1/2 l rjómi léttþeyttur
6 eggjarauður
90 g sykur
2 pokar Þristur
1 dl rjómi
Aðferð
Léttþeytið rjómann, leggið til hliðar.
Bræðið saman við vægan hita 1 poka af Þrist í 1 dl af rjóma.
Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst. Bætið út í í mjórri bunu bræddum þrist, látið vélina ganga á lægsta hraða þar til komið er saman í ca 1/2 -1 mín.(Passið að súkkulaðiblandan sé ekki of heit)
Blandið rjómanum varlega saman út í eggjablönduna með sleikju í smáum skömmtum.
Í lokin er bætt út í 5-6 bitum af Þrist sem skorinn hefur verið í sneiðar, blandið saman.
Samsetning
Losið um hringinn á forminu
Gott er að klippa bökunarpappír eftir endilöngu nógu langan þannig að hann nái allan hringinn á forminu, komið pappírnum fyrir, klemmið aftur saman. Hellið ísblöndunni yfir botninn, jafnið út, setjið í frysti yfir nótt.
Skreytið að vild. (Gott er að nota restina af Þrist skerið hann langsum og raðið yfir ásamt jarðaberjum).
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.