Þrjú lítil börn voru færð í ofboði á slysadeild sl. mánudag eftir að hoppukastali hóf sig á loft með öll börnin innbyrðis. Hoppukastalinn endasentist í loftinu mörg hundruð metra, en börnin köstuðust úr leiktækinu fljótlega eftir að kastalinn hóf sig á loft og hlutu mismikil meiðsli. Mikil skelfing greip um sig meðan nærstaddra og má heyra skelfingaróp á myndbandinu sem fylgir með frétt hér að neðan.
Atvikið átti sér stað í Floridafylki í Bandaríkjunum, en hoppukastalanum hafði verið komið fyrir á leikvelli á ströndu en samkvæmt sjónarvottum losnaði vatnsslanga og olli þrýstingurinn sem rennandi vatnið olli því að hoppukastalinn rifnaði upp og fór því sem fór; hoppukastalinn hóf sig til lofts, klauf niður myndarlegt trjágerði og þeyttist yfir fjórar akreinar nærliggjandi hraðbrautar, samkvæmt því er fram kom hjá lögreglunni í Fort Lauderdale. Börnin köstuðust aftur á móti fljótlega út úr fljúgandi leiktækinu á ofsahraða skömmu og hröpuðu hjálparvana til jarðar úr mismikilli hæð.
Sjá einnig: Hryllilegt: Hoppukastali tekst á loft með þrjú lítil börn innbyrðis
Tvö barnanna voru fljótlega útskrifuð af slysadeild með minniháttar meiðsli en þriðja barnið þurfti að dvelja næturlangt á spítalanum vegna slyssins. Hoppukastalnum hafði upphaflega verið komið fyrir á körfuboltavellinum í tengslum við opinber hátíðarhöld og var að sögn farið yfir allar öryggisreglur þegar leiktækið var blásið upp og tryggt, en það reyndist ekki nóg.
Gífurleg aukning hefur orðið á slysum sökum hoppukastala undanfarin ár og má hluta ástæðunnar rekja til þeirrar staðreyndar að í dag getur nær hver sem er keypt og sett upp hoppukastala í garðinum heima hjá sér. Þannig urðu að meðaltali 30 slys á börnum dag hvern í Bandaríkjunum árið 2010 sem rekja má beint til ógætilegrar notkunar og uppsetningar hoppukastala.
Hér má sjá hryllilegt atvikið sem sýnir að slysin gera ekki alltaf boð á undan sér:
Fréttastofa Fox8 sagði frá
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.