Breska söngkonan Natalia Kills og eiginmaður hennar, Willy Moon voru rekin úr dómarasætunum í Ný Sjálenska X factor fyrir niðrandi og ljót ummæli við keppanda eftir atriði hans í keppninni. Natalia vildi meina að keppandinn, Joe Irvine, væri að stæla útlit Willy og hafði um það stór orð:
„Sem listamaður sem virðir sköpun og ímynd annarra, er mér bara illt að sjá þig apa svona mikið eftir eiginmanni mín. Þú ert með alveg eins hár og í alveg eins fötum og hann, hefurðu enga sómatilfinningu,“ segir Natalia og bætir við: „Þú ert aðhlátursefni, þetta er hallærislegt og ógeðslegt og mér finnst þetta persónulega vera grimmilegur stuldur. Ég skammast mín fyrir að sitja hérna í nærveru þinni og þurfa að virða þig viðlits með skoðunum mínum.“
Willy Moon, eiginmaðurinn umræddi, tók svo við með svíviriðingarnar og sagði: „Þú lætur mér líða eins og ég sé lítils virði og þetta er út í hött. Þetta er eins og þegar Norman Bates var að klæða sig í föt móður sinnar og þetta er óhuggulegt. Mér finnst eins og þú sért að fara að sauma andlitið þitt á andlit annarrar manneskju og ætlir svo að drepa alla áhorfendurnar.“
Aumingja Joe reyndi bara að svara fyrir sig einu sinni og spurði Natalia hvort hún væri ekki að stæla Kleópötru og svo eftir allar svívirðingarnar sagði hann: „Mér finnst ég bara líta vel út.“ Því svaraði Natalia með: „Eina ástæðan fyrir því að þú lítur vel út er af því að þú ert klæddur eins og maðurinn minn.“
Annar meðdómari hjónanna, Melanie Blatt úr All saints, reyndi að malda í móinn og sagði, þegar hún komst loksins að:„Mér finnst þú bara flottari í tauinu en maðurinn hennar.“ Hún var gjörsamlega orðlaus yfir hegðun þeirra hjóna og skrifaði á sitt eigið Twitter:
Ive tried to keep my cool and stay professional but really @nataliakills ? Sorry love , you’re a twat https://t.co/l2lIE21G99
— melanie blatt (@melblatt) March 15, 2015
Hjónin voru rekin úr þáttunum og sagði einn af framleiðendum þáttanna að orð þeirra hafi verið gjörsamlega óviðeigandi.
Fyrir okkar leyti þá er mjög erfitt að halda því fram að hann sé að stæla Willy því hann er bara nákvæmlega eins og er í tísku í dag, hárið greitt aftur og aðsniðin jakkaföt.
https://www.youtube.com/watch?v=YdbJT-EX1EU&ps=docs
Tengdar greinar: