Þú færð magnesíum úr þessum fæðutegundum – Myndir

Áður en þú hleypur út í búð til að taka þátt í nýja magnesíum æðinu þá skaltu athuga fyrst hvort þú sért mögulega nú þegar að innbyrgða þinn ráðlagða skammt af steinefninu.
Á vefsíðu Lyfju má finna upplýsingar um hver ráðlagður dagskammtur er.

Ungbörn 0 – 6 mán: 50 mg
Ungbörn 7 – 12 mán: 80 mg
Börn  1 – 3 ára: 85 mg
Börn 4 – 6 ára: 120 mg
Börn 7 – 10 ára: 200 mg
Karlar 11 – 14 ára: 280 mg
Karlar > 14 ára: 350 mg
Konur > 10 ára: 280 mg
Konur á meðgöngu: 280 mg
Konur með barn á brjósti: 280 mg

Magnesíum er mikilvægt steinefni fyrir líkamann til að stuðla að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi. Einnig notar líkaminn efnið til að byggja og styrkja bein, við stjórnun á líkamshita og á stöðugleika hjartans.
Þetta kemur líka fram á vefsíðu Lyfju ásamt því að tekið er fram að skortur á magnesíum sé afar sjaldgæfur.

Hér eru myndir yfir fæðu sem inniheldur magnesíum.

SHARE