„Þú gætir verið engillinn sanni – Reyndu að hjálpa næsta manni“

Jólaaðventan snýst að mörgu leiti um að rækta náungakærleikann og frið í sálinni. Það skýtur þó skökku við að sjaldan erum við eins upptjúnnuð og jafnvel kvíðin og í kringum jólahátíðarnar.

Það getur því verið gott að taka sér mínútu og hlusta á nýjasta viskustykkið frá Siggu Kling sem talar um verndarengla og góðmennsku í þessu myndbandi.

Hinn mannlegi engill ferðast um heim
Hann er í mannlegu gervi, hann er einn af þeim

Þú veist aldrei hvar eða hver hann er 
Hann er sendur til að hjálpa þér 

Hann birtist og bjargar örlögum manns
Kannski ert þú næsta verkefnið hans

Þú gætir verið engillinn sanni
Reyndu að hjálpa næsta manni

Ef góðverk þú gerir færðu góðverk tilbaka
Og engillinn fallegi mun yfir þér vaka

/Sigríður Klingenberg

Tengdar greinar:

Sigga Kling: „Sagði upp húsmóðurhlutverkinu“

„Ég reyndi að fremja sjálfsmorð“ – Sigga Kling um þunglyndi

Sigga Kling – „Mistökin eru skemmtilegust“

SHARE