Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West sjást sjaldan skellihlæjandi. Eða bara aldrei, svona réttara sagt. Þau virtust hins vegar ekki ráða við sig þegar þau fengu einkasýningu á gamanmyndinni Grimsby í gærkvöldi. Kim og Kanye horfðu á myndina ásamt þeim Kris Jenner, Corey Gamble og Kourtney Kardashian og var ekki annað að sjá en að hún væri hin besta skemmtun.
Sjá einnig: Kíktu í heimsókn til Kim og Kanye
Kim birti þetta skemmtilega myndband á Twitter og hefur það vakið mikla athygli: