Þú veist að sambandið er búið þegar..

Stundum lendum við í aðstæðum eða einkamál okkar þróast þannig að það verður okkur lífsnauðsyn að laga stöðuna, einkum þegar við höfum lagt okkur heilshugar fram í hjónabandi eða öðru ástarsambandi.  En stundum er erfitt að ákveða hvenær er fullreynt. Hér eru nokkur atriði sem ættu að vekja okkur til meðvitundar um hvenær rétt væri að „stokka spilin og gefa aftur“.

Þú reynir ekki einu sinni lengur 

Hvað fólk rífst oft þarf ekki að gefa til kynna að það stefni í skilnað heldur hvað það reynir af mikilli alvöru að leysa úr ágreiningsmálunum. Þetta sýna rannsóknir. Hjónabönd eða sambönd þar sem fólk hefur lag á að slá á deilur eða bera smyrsl á sárin eru miklu líklegri til að endast en hin þar sem sárin eru ýfð.

Hér eru nokkur dæmi um „tilraunir til viðgerða“. Maður getur slegið á létta strengi, gert svolítið grín að sjálfum sér- (t.d. æ,æ, vitlaus var ég eina ferðina enn!)  og stundum virkar vel að taka um höndina á makanum þegar fer að hitna í kolunum.  Þegar konan eða kærastan gjóar á þig augunum eins og þú sért síðasta sort er ljóst að hún er ekki til í að reyna að laga stöðuna. Þegar þið farið bæði að rífast af fullum krafti og reynið ekkert til að laga ástandið er alveg ljóst að komið er að leiðarlokum.

Þið farið í sitt hvora áttina

Ykkur varðar ekki lengur um daglegt líf hvors annars og takið lítinn sem engan þátt í tilveru hvors annars. Samtöl ykkar snúast um börnin ef þið eigið börn saman, hvað þau eiga að læra heima og hvað vantar úr búðinni. Þið eruð hætt að spyrja hvort annað hvernig dagurinn hafi verið eða hvort nokkuð sérstakt sé í gangi.

Ykkur langar ekki lengur til að eiga hjónastund saman. Ef til vill langar fjölskylduna meira að segja ekki lengur til að vera saman. Þið búið saman en eruð ekki saman.

Þú færð stuðning annars staðar 

Þú ert hætt að ræða fyrst og fremst við mann þinn eða kærasta um mikilvæg mál. Þó að það sé gott að eiga vini sem maður talar við er klárlega vandi á ferðum þegar o0r tala ekki saman um mál sem þarf að leysa. Og það er merki um heilbrigt samband þegar hjón segja hvort öðru frá sigrum sínum og velgengni. Þegar hjón eru hætt að deila sigrum sínum og ósgirum hvort með öðru  er alveg ljóst að maki þinn er ekki sá sem þú væntir stuðnings frá og það er komið að leiðarlokum ykkar saman.

Kynlífið er.. ekki til staðar

Þegar hjón hafa fjarlægst hvort annað er ólíklegt að kynlífið sé upp á marga fiskana. Venjulega haldast líkamleg og andleg nánd í hendur. Parið getur verið komið svo langt hvort frá öðru að hvorugt getur hafið ástarleikinn, þau  langar ef til vill alls ekki til þess eða annað þeirra reynir en er stöðugt hafnað.  Ef þetta er staðan er hætt við að sá sem er hafnað gefist hreinlega upp og sé ekki kátur. Algengt er að fólk í þesari stöðu fari að sofa í sitt hvoru herberginu og oft er þá stutt í framhjáhald.

Þú reynir ekki einu sinni að hafa fyrir því
Þegar þú ert hætt/ur að nenna að gera notalega hluti fyrir makann og leggja þig fram við að gleðja hann er það merki um að sambandið sé kannski ekki að þróast í rétta átt.. bara þessir litlu hlutir eins og að koma kærastanum eða kærustunni á óvart af og til.. sem þarf ekki endilega að kosta mikið eru alltaf mikilvægir. Þegar við byrjum í sambandi erum við oft rosalega dugleg að leggja okkur fram við að gleðja makann og gera þessa litlu hluti.. en við eigum það til að gleyma þeim þegar sambandið hefur varað lengi og það er líklega einn af þeim hlutum sem gerir fólk pirrað og finnst makinn ekki kunna að meta sig.

 

Þú þráir fullkomna sambandið

Og hvernig er það öðruvísi en sambandið sem þú ert í? Það getur verið ágætt að hugleiða hvernig þú óskar þér að sambandið væri, virðir fyrir þér önnur pör og spáir í hvort allt sé gott hjá þeim. Ef til vill finnst þér óþægilegt að vera með pörum sem þú telur miklu hamingusamari en þú ert. Þú ferð jafnvel að hugsa um fyrri sambönd þín sem mistókust. Og þá er stutt í að þú farir að ásaka þig eða maka þinn fyrir hvernig komið er.

Samkvæmt reynslu minni tekst oft að laga og bæta sambönd sem eins illa er komið fyrir og ég hef lýst hér að ofan. En báðir aðilar verða að vilja það- vilja það af heilum hug. Til þess að takist að laga til þurfa báðir að vera tiltölulega heilir andlega og vel hugsandi þannig að þeir geti horft heiðarlega á sjálfa sig, fyrirgefið  og brugðist við maka sínum af einlægni. Það þarf hugrekki til að gefast ekki upp en það þarf líka hugrekki til að slíta sambandi. Hvort sem verður ofan á  skiptir meginmáli að fólk geri sér grein fyrir hvernig það vill hafa samband við aðra og geti heilshugar tengst sjálfum sér.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here