Það er ýmislegt sem getur bent þér á að þú sért ef til vill orðin gömul/gamall. Hér eru nokkur dæmi, þú ert orðin gömul þegar..
– Þú mannst eftir því þegar það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum
– Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum
– Vinir þínir gifta sig og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman
– Það ert þú sem hringir í lögregluna og kvartar yfir krökkunum sem halda partý á efri hæðinni en ekki öfugt.
– Þú mannst eftir “Það er daloon dagur í dag” vorrúllu auglýsingunum
– Þegar “date night” felst í því að borða góðan mat og horfa á mynd.. ekkert annað.
– Þegar þú segir “Ég get bara ekki lengur drukkið jafn mikið og ég gerði” í staðinn fyrir “ég ætla aldrei að drekka svona mikið aftur!”
– maður sefur ekki lengur hjá tönnunum sínum-
– maður er að reyna að slétta úr sokkunum og fattar að maður er ekki í sokkum-
– maður er að borða morgunmat og heyrir brak og bresti og er ekki að borða morgunkorn-
– maður ætlar út en er bara kyrr heima-
– maður lítur út á morgnana eins og gamla myndin í ökuskírteininu-
– maður þarf að gera tvær tilraunir til að ná sér upp úr sófanum-
– maður fer út á pallinn heima til að skemmta sér-
– maður fær sér blund frekar en að kíkja í glas með vinum-
– maður er á ferðalagi og er búinn með ORKUNA áður er peningarnir klárast
– maður er farinn að segja eitthvað við krakkana sína sem mamma var vön að segja og maður þoldi aldrei-
– maður óskar sér þess bara í afmælisgjöf að vera ekki minntur á hvað maður er orðinn gamall-
– maður steig fram af kantinum og þarf að gá hvort gatan er þarna ennþá-
– maður stendur á fætur og finnst maður hafi verið að lyfta lóðum-
– maður þarf lengri tíma til að hvíla sig en til að þreytast-
– maður man ekkert stundinni lengur en notar ómældan tíma í að kvarta-
– maður skrifar aðallega hjá sér símanúmer lækna, heilsugæslu og félagsþjónustunnar-
– maður situr í ruggustólnum og hann hreyfist ekki-
– lyfsalinn er orðinn besti vinur þinn-
– maður finnur bílinn sinn á bílastæðinu og hefur þá dottið í lukkupottinn-
– glampinn í augum manns er bara endurskin frá tvískiptu gleraugunum-
– maður þarf tvisvar sinnum lengri tíma til að ná upp í helming af fyrra útliti-
– maður finnur til undan öllu og ef það meiðir mann ekki – er það í ólagi-
– maður leitar og leitar að gleraugunum og þau sátu allan tímann á höfðinu-
– maður bítur í kjötsneiðin og tennurnar sitja fastar-
– maður hættir öllum ósiðum og líður samt ekki vel-
– maður er orðinn þolinmóðari en sannlekurinn er sá að manni stendur orðið á sama-
– maður er loksins farinn að sjá hlutina í heild en þá fer líkaminn að hrynja
– maður fer að velta fyrir sér hvernig maður komst yfir hæðina þegar maður man ekki eftir að hafa komist á toppinn-