Þurfti að fara í skurðaðgerð vegna tíðartappa

Eins og segir inni á vef Nútímans var bardagamaðurinn Conor McGregor sakfelldur fyrir grófa líkamsárás nú stuttu fyrir helgi. Um var að ræða einkamál sem Nikita Hand höfðaði gegn honum og þess vegna felur dómurinn ekki í sér fangelsisvist. Málið hefur fengið mikla umfjöllun og Conor neitaði sök en sannanirnar töluðu sínu máli því bæði voru vitni að árásinni sem og myndbandsupptökur og lífsýni.

Nikita var mjög marin og blá mörgum dögum eftir árásina og þurfti að fara í aðgerð til að láta fjarlægja túrtappa sem var fastur í henni eftir árásina.

Nikita vann málið og á að fá skaðabætur sem samsvara um 36 milljónum íslenskra króna.

Conor hefur auðvitað alltaf haldið fram sakleysi sínu og sagði að þetta hafi verið kynlíf með samþykki beggja aðila og ætlar að áfrýja dómnum.



SHARE