Ég les gjarnan fréttir á erlendum miðlum og þar sem ég elska ketti þá brast hjarta mitt við að lesa þessa frétt. ég á sjálf fjóra ketti og þeir hafa sko allar sínar klær.
Mynd af Irmu minni.
Í New York ríki í Bandaríkjunum er mjög algengt að kattaeigendur láti draga klærnar úr köttum sínum.
Það fer ekki á milli mála að það er mjög kvalarfullt og óeðlilegt fyrir köttinn en aðgerðin er þannig að hluti af beini kattarins sem tengist klónni er tekin í sundur.
Andrew Cuomo ríkistjóri New York hefur lagt til að þetta verði bannað með lögum í Bandaríkjunum.
Þessi athöfn að draga klær úr köttum tíðkast víða um heim en hefur verið bönnuð og þar með orðið að ólöglegu athæfi í flestum Evrópulöndum, Brasilíu, Ísrael, Ástralíu og Nýja sjálandi.
Sjá meira: Svona horfa heimiliskettir á heiminn
Dýraverndunarsinnar gagnrýna þessa aðgerð og segja hana ómannúðlega villimennsku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að um 20 til 25 % katta í bandaríkjunum séu án klóa!
Mitt kattahjarta grætur yfir þessari skelfingu og ég vona að þetta verði bannað um allan heim.
heimild:
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!