Þýskur smellur frá íslenskum strákum

Áttan er skemmtiþáttur á sjónvarpsstöðinni Bravo, en Áttuna skipta þeir Egill Ploder Ottósson, Róbert Úlfarsson og Nökkvi Fjalar Orrason. „Við fengum það tækifæri í sumar að vera með vikulegan þátt í sumar á sjónvarpsstöðinni Bravo og við þáðum það,“ segir Nökkvi í samtali við Hún.is. Drengirnir voru í 12:00 í Verslunarskólanum og gerðu þar skemmtiþætti. Þeir náðu mikilli útbreiðslu og þar á meðal utan skólans og eftir það fengur þeir samning hjá 365  miðlum.

„Við erum núna á fullu að vinna í tilboðum sem við höfum fengið eftir sumarið og ætlum að halda áfram með þessa þætti í vetur með kannski smá breyttu sniði, en við munum halda okkar vinsælustu liðum áfram,“ segir Nökkvi. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta verður í vetur. En það Áttan mun halda áfram og byrja sýningar á þættinum aftur í lok september.“

Hér er lagið þeirra Wunderbar sem var frumsýnt í lokaþætti fyrstu seríunnar af Áttunni.

 

SHARE