Tíðni stinningarvanda eykst með aldrinum

Talað er um stinningarvandamál, ristruflanir eða getuleysi, þegar karlmönnum rís ekki hold eða aðeins um skamma stund, sem gerir það að verkum að þeir geta ekki stundað fullnægjandi kynlíf.  Tíðni stinningarvanda eykst með aldrinum, 15-25% 65 ára karlmanna rís ekki hold á meðan 5% 40 ára karla eiga við slíkt vandamál að glíma. Ristruflanir sem vara í stuttan tíma eða koma fram á ákveðnu tímabili eru algengari.

Stinningarvandi getur verið einkenni undirliggjandi sjúkdóma sem hafa jafnvel ekki enn verið greindir en þarfnast meðhöndlunar. Það er hægt að beita ýmsum leiðum til þess að hafa áhrif á vandamálið, t.d. lyfjagjöf, kynfræðsla, hjálpartæki eða skurðaðgerð.

Hver er orsök stinningarvanda?

Við stinningu á sér stað flókið samspil taugakerfisins, æðakerfisins, hormóna og sálarlífs. Stinningarvandamál geta því verið af völdum ýmissa undirliggjandi sjúkdóma og oft eru það fleiri en einn þáttur sem hefur áhrif.  Æðasjúkdómar er algengasta líkamlega orsökin. Oftast er um æðakölkun að ræða, því er einstaklingum með kransæðasjúkdóma og of háan blóðþrýsting hættara við stinningarvandamálum en öðrum.  Sama gildir um þá, sem hafa fengið blóðtappa í heila.

Sykursýki getur einnig leitt til stinningarvandamála.

Sálræn vandamál og erfiðleikar í samskiptum para, t.d. afbrýðisemi, áhugaleysi fyrir makanum, öryggisleysi og frammistöðukvíði, geta haft áhrif á stinningu.

Stinningarvandi getur einnig komið í kjölfar þunglyndis.

Áfengi og margar tegundir lyfja geta haft áhrif á stinningu.

Sjá einnig: 4 jógaæfingar fyrir betra kynlíf

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Til þess að greina eðli vandans, þarf læknirinn að spyrja nákvæmlega út í kynlífið og samband sjúklings við maka. Einnig þarf að ganga úrskugga um hvort líkamlegir sjúkdómar eða lyf geti legið að baki vandans.

Oftast er blóðþrýstingurinn mældur, hjartað hlustað og starfsemi þess skoðuð auk þess sem blóð- og/eða þvagsýni eru fengin til þess að athuga, hvort sykursýki sé dulin.

Í sumum tilfellum er ákveðnu efni, sem gerir það að verkum að getnaðarlimurinn rís, sprautað í liminn. Þetta próf er gert til þess að athuga um hvers konar vandamál sé að ræða.

Aðrar rannsóknir geta verið nauðsynlegar, t.d. er tekin blóðprufa og hormónastarfsemin skoðuð ef grunur leikur á að einhver truflun sé á hormónaframleiðslu.

Í sumum tilfellum er nauðsynlegt að leita til sérfræðings og hér eru það einkum þvagfæraskurðlæknar sem hafa fengist við stinningarvandamál.

Hver er meðferðin?

Ef það er undirliggjandi sjúkdómur, sem veldur vandamálinu er nauðsynlegt að meðhöndla hann. Þar að auki standa ýmsir meðferðarmöguleikar til boða sem læknir getur ávísað eftir eðli vandans.

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

SHARE