Þessi tík er að leita að hvolpunum sínum sem urðu undir þegar húsið sem þau bjuggu í, hrundi í miklu rigningarveðri. Hún fær mennina til að hjálpa sér að grafa og þeir voru nokkuð vissir um að hvolparnir væru dánir. Mamman hefur örugglega heyrt í hvolpunum sínum því hún gaf sig ekki með þetta. Þetta er sko móðurástin í hnotskurn!
Mynduð þið ekki gera þetta fyrir börnin ykkar?
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.