Jehane Thomas (30) er látin en hún hefur verið mjög vinsæl á TikTok. Vinkona hennar, Alyx Reast tilkynnti fráfall hennar og hefur hafið söfnun fyrir syni Jehane, en hún átti tvo unga drengi.
Nokkrum dögum fyrir andlát hennar birti Jehane mynd af sér með sonum sínum, Isaac (3) og Elijah (1), á samfélagsmiðlum og segir frá því að hún hafi verið að takast á við alvarleg mígrenisköst seinustu mánuði.
Alyx segir á styrktarsíðunni:
„Jehane Thomas var 30 ára móðir tveggja drengja þegar hún lést skyndilega 17. mars síðastliðinn. Þrátt fyrir að hafa þjáðst af mígreni og veikindum í nokkra mánuði var fráfall hennar algjörlega óvænt og við erum öll í molum.“
Hún segir líka:
„Ég stofnaði þessa síðu í von um að safna peningum svo fallegu strákarnir hennar geti átt sem besta framtíð, búið til minningar og til þess að þeim geti liðið sem best. Ekkert mun auðvitað láta mömmu þeirra koma aftur en við vonumst til að létta smá byrgðum af fjölskyldunni og þau viti hversu elskuð þau eru og hversu mikinn stuðning þau geta fengið.“
Jehane sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi nýlega verið greind með sjóntaugabólgu (optic neuritis), sem, eins og nafnið gefur til kynna, er bólga í sjóntauginni.
Hún deildi fjölmörgum myndböndum af sér á sjúkrahúsinu síðastliðið ár, uppfærði aðdáendur um mígreni sitt og tveimur dögum áður en hún lést birti hún uppfærslu um ástand sitt. „Ég er enn að bíða eftir að fara í aðgerð. Ástæðan fyrir því að þeir gerðu það ekki í síðustu viku var að það var einhver vökvasöfnun í mér sem þurfti að losa. Ég var með fjóra lítra af vökva í mér og höfuðverkurinn var óbærilegur í morgun.“
Hún skrifaði líka:
„Ég bíð eftir að fá að vita hvort ég geti tekið eina Frovatriptan töflu fyrir aðgerð vegna þess að engin önnur verkjalyf geta unnið á þrýstingnum eða hvort þurfi bara að þola þetta og vona að aðgerðin létti strax á höfuðverknum. Ég get ekki lyft höfðinu án þess að verða óglatt og ég get ekki gengið. Það þarf að fara með mig um allt í hjólastól. Svo mikill er sársaukinn.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.