Til hvers að lifa þessu lífi?

Til hvers að lifa þessu lífi? ég er orðin svo þreytt á því og mér langar helst bara að bíll keyri yfir mig og að ég deyi.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja, en ég verð víst að byrja einhversstaðar. Byrjum bara á árinu 2011, þegar ég var 14 ára. Ég var afar lífsglöð stelpa og var oftast með bros á vör. Ég átti margar góðar vinkonur og þær voru flestar líka lífsglaðar og skemmtilegar stelpur. Ég hafði mörg áhugamál og lífið lék við mig.

Þegar ég byrjaði í 10.bekk árið 2012 þá var ég ennþá einsog árið 2011, frekar hamingjusöm. Ég hélt að 10.bekkur myndi vera einsog 9.bekkur þegar kom að félagslífi. En vinkonur mínar fóru allar nema ein að forðast mig, sýndu mér engan áhuga þegar ég talaði við þær og stundum þegar kom að borðinu hjá þeim fóru þær og sátust á annað borð. Svo versnaði það, þær töldu sig ekki vera vinkonur mínar lengur. Þær héltu upp á afmælin sín en mér var aldrei boðið, en stelpur sem þær þekktu varla var boðið vegna þess að þær voru „vinsælar“.

Ég byrjaði að heyra frá öðrum að þær voru líka að baktala mig. Frábært nú á ég bara eina vinkonu og allar hinar stelpurnar sem ég taldi vera „vinkonur“ mínar voru að baktala mig, buðu mér aldrei í neitt og forðuðust mig. Eitt skipti hitti ég þessar „vinkonur“ mínar úti, ég var með systur minni og spurði þær hvort þær vildu koma með mér og systur minni að kaupa okkur ís. Þær sögðu já og ætluðu semsagt að koma þegar þær voru búnar að fara til ömmu hjá einni af stelpunum að sækja pening. Ég beið og beið, engin af þeim mætti. Ég skildi ekki afhverju þær vildu ekki vera vinkonur mínar lengur, mig grunaði að flestar af þeim vildu ekki vera með mér því ég væri „heimsk“, „óvinsæl“ og „klikkuð“ eða það er allavegana það sem ég heyrði þegar þær böktöluðu mig.

Mér leið ótrulega illa, og eftir þetta forðaðist ég að vera í kringum þær. Ég sá hvernig þær horfðu á mig þegar ég kom og sast á borðinu hjá þeim.

En í Október 2012 leið mér enn verr. Þá dó móðursystir mín aðeins 48 ára vegna hjartastopps. Hún var frábær, góð og skemmtileg manneskja. En hún hafði farið tvisvar þann dag á spítalann og kvartað yfir því að vera illt í hjartanu. En læknarnir sögðu að það væri allt í lagi með hana. Seinna þann dag varð henni verulega illt í hjartanu og hringdi í dóttur sína og bað hana um að keyra sig á spítalann því hún kærði sig ekki um það sjálf. Þegar á spítalann var komið reyndu læknar að bjarga henni í marga tíma frá því að deyja, en á endanum.. dó hún. Ég var ótrulega leið. Ég grét og grét og grét, og geri það enn suma daga í dag. Eftir 13 daga er komið nákvæmlega 1 ár síðan hún yndislega frænka mín dó.

Eftir að frænka mín dó og vinkonur mínar hættu að tala við mig leið mér ótrulega illa. Ég hætti að vera þessi lífsglaða og hamingjusama stelpa sem ég var. Þegar mér leið svona illa var rútínan mín þannig að ég kom heim úr skólanum, fór inn til mín og lokaði mig af með tölvuna alla daga alveg þar til ég fór að sofa. Mamma og pabbi tóku strax ekki eftir þessu. En það tók ekki langan tíma þar til þau fóru að hafa áhyggjur af mér og voru hrædd um að ég væri þunglynd. Mömmu og pabba hafði aldrei dottið í hug að stelpan sem var hamingjusömust á heimilinu og næstum greind ofvirk á yngri árum vegna hversu virk ég var. Allt í einu var næstum ofvirka og hamingjusama stelpan þeirra alltaf pirruð, leið og grátandi. Og það sem verra er, lokandi sig af með tölvuna.

Í byrjun 2013 þá frétti ég frá systur minni af hrottalegari nauðgun sem hún hafði lent í. Ég vil ekki fara nánar út í það þar sem þetta er ógeðslegt. Hún var aðeins 11 ára þegar þetta gerðist. En henni leið mjög illa og ég var sú fyrsta sem fékk að heyra alla söguna hennar og mér leið svo illa að þetta hafi gerst við elsku systur mína. Ég sagði mömmu og pabba þetta því þetta er eitt af því sem maður segir frá. Eftir þetta fór systir mín í viðtöl hjá sálfræðingum, fór á Stígamót, í Barnahús og allskonar. En ég? Það pældi engin í því hvernig áhrif þetta hafði á mig. Mér var bara gleymt, engin viðtöl fyrir mig, engin sálfræðingur eða neitt. Ég þurfti semsagt að halda þessu inní mér því foreldrar mínir vildu ekki tala um þetta, ekki heldur systir mín og ég mér myndi ekki detta í hug að segja vinkonum mínum frá þessu.

Pabbi rasskellti mig reyndar oft þegar ég var yngri og ég var alltaf reið og leið eftir á. Ég byrjaði að vera rasskellt ung, alveg frá því að ég man eftir mér. Byrjaði að gera kaffi 7 ára og þótt ég hefði brunnið mig á kaffinu og fengið blöðrur fyrstu tvö skiptin lét pabbi mig samt halda áfram að gera kaffi fyrir hann og gerir það enn þann dag í dag. Þessi orð heyrði ég líka oft frá pabba mínum „þegiðu“, „haltu kjafti“ „grjót haltu kjafti“ og allskyns þannig orð. Stundum þann dag í dag pæli ég hvort þetta sé ástæðan fyrir að mér líður svona illa núna. Systir mín fór til sálfræðings og sagði henni frá þessu, þá sagði sálfræðingurinn að þetta væri mjög líklega ástæðan fyrir að hún hafði kvíða núna og afhverju henni liði illa. Ég vissi samt að pabba mínum leið illa, enginn sem líður vel gerir svona lagað eða segir þetta. Hann var líka alltaf svona þegar mamma mín var sofandi og hún svaf alla daga meira en helming af deginum útaf einhverjum sjúkdóm sem hún hafði. En þegar ég sagði mömmu þetta einn daginn þá talaði hún við pabba. En það fór þannig að þau bæði komu inn til mín, ræddu málið og sögðu bara við mig „Já, allir gera mistök“. Pabbi var líka ótrulega sár út í það að ég hugsaði bara um það neikvæða sem hann gerði, ekki þá daga sem hann fór með mig á ströndina og svo framvegis. En það virkar bara ekki þannig. Þú segir ekki dóttir þinni að „þegja“ og rasskellir hana fyrir minnsta tilefni og segir síðan „Já, komum á ströndina.“. Ég man það þannig að pabbi var alltaf í fýlu og skipti sér eiginilega ekkert af mér nema til þess að skamma mig. Og mamma sofandi alla daga. En núna þann dag í dag er pabbi búin að gjörbreytast, hann er alltaf hrósandi mér, oftast glaður og mjög fyndinn. Mér finnst pabbi frábær núna, en ég mun alltaf muna eftir þessari fortíð. Og mamma? Hún er eiginlega alltaf vakandi því hún er komin með lyf yfir veikindunum sínum.

Mér leið eins og mamma elskaði mig ekki. Hún hrósaði og keypti allt sem litlu og stóru systur minni langaði í. Enn þann dag líður mér einsog hún elski litlu og stóru systir mína miklu meir. Og þegar ég reyni að tala um þetta við hana tryllist hún! Ég get ekki talað um þetta við hana því þá fer allt upp í háaloft. Ég veit ekki hvað það er sem mömmu finnst svona betra við litlu og stóru systur mína. En hún talar alltaf um hversu stillt litla systir mín var á yngri árunum. Ég var það hinsvegar ekki. Litla systir mín á að vera „engill“ og fullkomin og bla, bla, bla. Og einsog ég sagði… hún hrósar þeim, spyr alltaf litlu og stóru systur mínar fyrst hvort þær vilji koma með henni eitthvert, kaupir allt það sem litla systir mín vill sem er búið að gera hana snobbaða núna og svo framvegis.

Þegar ég eignaðist kærasta árið 2012 þá var ég ánægð í 2 mánuði eða svo. Í byrjun sambandsins var hann mjög góður og við bæði feimin og saklaus. En eftir 2 manuði byrjaði hann strax að þrýsta á mig kynlíf. Hann sagði þetta við mig þegar ég neitaði kynlífi þann dag sem við vorum ein heima hjá honum og hann kynferðislega misnotaði mig „Vá! Í alvörunni? Ég er búin að bíða í fokking 2 mánuði eftir þessu og þú segir bara nei?“ , „Mér líður einsog ég sé að fara að nauðga þér“, „Þú veist að ég get gert hvað sem er við þig núna“. Hann stakk fingronum upp leggöngin mín. Ég sagði „ái“ ótrulega oft og bað hann um að hætta, en í staðinn fingraði hann fastar og hraðar og hló bara. Svo setti hann á sig smokkinn og reyndi að komast inn í mig. Ég var svo stressuð og mér leið hræðilega. Hann komst ekki inn, en reyndi oft. Ég veit ekki afhverju hann komst ekki, en ég var hreinmey og meyjarhaftið mitt var ekki rofið.

Eftir þetta eina skipti tóku fleiri skipti að sér. Hann byrjaði að spurja mig um að koma alltaf heim til hans, og þegar mamma mín keyrði í bæinn bað hún mér alltaf far til hans, ég neitaði alltaf. Ég vissi að ef ég myndi fara heim til hans myndi hann gera það sama og hann gerði síðast þar sem hann var næstum alltaf einn heima. Síðan kom hann bara til mín og byrjaði að kynferðislega misnota mig inní mínu eigin herbergi heima hjá mér!! Hann hélt að þetta væri í lagi þar sem ég væri kærasta hans og kærustupör gerðu svona. Ég átti svo erfitt með að hætta með honum því hann var svo controlling og reyndi alltaf að stjórna mér með fýlu og frekju.

Í dag líður mér ennþá illa, ég geri nákvæmlega það sama og ég gerði fyrir 1 ári. Ég loka mig ennþá af inni hjá mér, hef samskipti við næstum því engan. Hef núna enga vini og mér líður ömurlega. Ég er langt frá því að vera þessi hamingjusama og ófeimna stelpa sem ég var. Núna er ég óörugg, feimin og vinalaus stelpa sem líður mjög illa. Mamma er að reyna að finna Sálfræðing fyrir mig og ég vona svo innilega að hún finnir einhvern góðan Sálfræðing fyrir mig, mér líður svo illa. Vonandi getur hann hjálpað mér að líða betur og ég vona líka að sjálf að mér byrji að líða betur, mér líður einsog ég sé alveg að fara að gefast upp á þessu lífi.

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is 

SHARE