Til minningar um þá sem hafa fallið fyrir eigin hendi eða lent í einelti

Þau Gylfi, Eva, Arnar, Inga, Íris og Berglind eru krakkar á aldrinum 12-16 ára en þau eru að setja saman viðburðinn We Care.

Viðburðurinn verður í Hljómskálagarðinum þann 18. jan, kl 18.

Þessi viðburður er til þess að minnast þeirra sem hafa framið sjálfsvíg eða eru lagðir í einelti og eiga um sárt að binda. Hugmynd okkar að viðburðinum er að sem flestir komi með kerti og kveiki á til að heiðra minningu þessara einstaklinga. Þar sem við kveikjum á kertunum og stöfum „we care“ með nokkrum kertum og höfum svo önnur kerti í kringum.

Þeir sem að ekki búa í bænum geta kveikt á kertum þar sem þeir búa

Á staðnum verða seld auka kerti ef fólk hefur gleymt eða á ekki.

Því fleiri sem mæta því sterkari verður viðburðurinn og leitum við því til þín með umfjöllun í þínum miðli.

SHARE