Ég sá pistil sem var skrifaður á síðuna sindrijensson.com og má finna hér.
Þar var talað um versta ,,combo ever‘‘ hjá karlmönnum en það er svört skyrta og hvítt bindi.
Ég get verið fullkomlega sammála þessum skrifum en þetta ,,combo‘‘ eins og hann kallar það er einfaldlega ekki að gera sig, hinsvegar er hvít skyrta og svart bindi allt annað mál.
Sumar athugasemdir sem ég sá við færsluna voru t.d ,,Er virkilega hægt að skrifa grein um þetta‘‘ og ,,þarf einhver að skrifa pistil um þetta‘‘ jú þeir sem hafa áhuga á tísku og útliti sem eru að sjálfsögðu karlmenn líka, þurfa oft ráð og leita sér ráða sjálfir sem er gott mál.
Hér má sjá samanburð á myndum eins og sýnt var á síðunni:
Sumir karlmenn eru mikið að setja út á fatnað kvenna og þykir það ekkert tiltökumál að gera en ég hef séð ófáa statusa og pistla um stelpur í þykkari kantinum sem eru í disco pants eins og þær eru kallaðar eða jóga buxum það hafa margir karlmenn sett mikið útá.
Það hefur aldrei verið nein skelfing að karlmenn og aðrir setji útá útlit kvenna en það er sjaldnar sem við sjáum slík skrif um það hvernig karlmenn klæða sig, nú eða raka sig og annað útlitstengt.
það kemur eflaust einhverjum á óvart að klæðnaður skiptir ótrúlega miklu máli, ef þú ert á leið í atvinnuviðtal þá skiptir miklu máli hvernig þú ert klædd/ur þetta hefur verið margsannað.
Eins fólk sem þarf spila sig sem trúverðugt eins og stjórnmálamenn því umræðan hefur mikið snúist um það, en þá skiptir litur á skyrtu og bindi miklu máli og skiptir einnig máli fyrir hvað þú villt standa.
Ákveðnir litir vekja trausts fólk á þér, aðrir trúverðugleika og enn aðrir stöðugleika.
Rétt eins og fólk í veitingabransanum velur ákveðna liti á staðinn út frá því hvað gerir fólk þyrst og svangt og þar eftir.
Mikil sálfræði á bakvið þetta.
Ég ætla koma með eitt sem er að mínu mati versta combo ever fyrst umræðan hefur verið opnuð og ótrúlegt en satt þá toppar það herramanninn með hvíta bindið en það er stuttermabolur og jakkafataVESTI utan yfir hann.
Það eru mjög margir karlmenn sem hafa klætt sig í slíka samsetningu hvort sem það eru gallabuxur við þetta eða jakkafatabuxur þá NEINEI!
Þetta er ekki í tísku og mun aldrei koma til með að vera.
Þar að auki gerir þetta ekkert fyrir vöxt ykkar.