Eldum rétt er fyrirtæki er með þjónustu sem á sér enga hliðstæðu hér á landi. Ef þú kaupir þeirra þjónustu færðu mat, tilbúinn til eldunnar, sendan heim að dyrum, eða þú getur sótt hann og þarft aldrei að eiga neitt nema hveiti, sykur, mjólk, smjör, olía, salt og pipar.
„Hugmyndin kemur fyrst frá Svíþjóð en við heyrðum af þessu fyrst þaðan, síðan þá hafa mörg svona fyrirtæki sprottið upp víðsvegar um Vesturlönd,“ segir Valur Hermannsson, einn af stofnendum Eldum rétt, en hann ásamt Kristófer Júlíusi Leifssyni og mökum þeirra stofnuðu fyrirtækið. Valur segir að viðtökurnar hafi verið góðar og þetta henti allskonar fólki, fjölskyldufólki, sambýlingum, ungum pörum, eldri pörum sem eru orðin ein í kotinu og fleiri og fleiri.
Í hverri viku eru valdir 3 af þeim hollu og bragðgóðu uppskriftum sem matreiðslusérfræðingar Eldum rétt hafa þróað og fundið til. Áhersla er lögð á hollustu og fjölbreytni við val á uppskriftum og hver matarpakki inniheldur þrjár kvöldmáltíðir fyrir annað hvort 2 eða 4 fullorðna.
Fyrsta flokks hráefni er notað í uppskriftirnar hverju sinni og ef þú þarft að eiga eitthvað heima fyrir, stendur það á uppskriftinni og birtist matseðill, með fyrirvara, svo þú getur séð hvað þú þarft að eiga fyrir hverja uppskrift. Hlutföllin eru svo mæld áður en viðskiptavinur fær matarpakkann svo sem minnst fari til spillis.
Þú getur valið hvort þú komir og sækir matarpakkann þinn í Eldum Rétt á Nýbýlaveg 16 eða að fá hann sendan heim að dyrum fyrir 590 kr. heimsendingarkostnað. Afhending pakka er á þriðjudögum og miðvikudögum. Til að tryggja að hráefnin séu sem allra ferskust urðu þessir afhendingardagar fyrir valinu.
„Við ætlum á næstu mánuðum að byrja með fleiri tegundir af pökkum, eins og heilsupakkann okkar sem verður hugsaður fyrir íþróttafólk og fólk sem er í sérstöku aðhaldi. Ekki það að pakkarnir séu óhollir eins og er, en þessir verða fitu og kolvetnasnauðari,“ segir Valur.
Hér eru dæmi um mat frá Eldum rétt og eins og sjá má er þetta afskaplega girnilegur matur
Smelltu hér til að sjá meira um Eldum rétt
Smá leikur:
Viltu vinna frían mat frá Eldum rétt? Skrifaðu þá hér fyrir neðan hvort þú myndir vilja stóra pakkann, sem er fyrir 4 fullorðna, eða litla pakkann, sem er fyrir 2 fullorðna, hér fyrir neðan í athugasemdir. Drögum út vinningshafa á þriðjudaginn 26. ágúst kl 14:00.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.