Tinder er hannað af Satan

Leikkonan Anna Kendrick kann því vel að halda einkalífi sínu utan sviðsljóssins, en í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour talar hún meira um einkalífið en hún hefur gert áður. Hún ljóstrar því meðal annars upp hvað hún sé fegin að vera í sambandi og þurfi ekki að nýta sér stefnumóta-öpp til að kynnast karlmönnum.

Sjá einnig: Hilary Duff er á Tinder

„Þetta virkar allt alveg hræðilegt. Ég held að Tinder hafi verið hannað af Satan sjálfum til að tortíma okkur öllum. Ég gæti aldrei notað þetta app,“ segir Anna í viðtalinu, en hún hefur síðustu tvö árin verið í sambandi með kvikmyndatökumanninum Ben Richardsson. Við skulum vona að þau hangi saman svo Anna þurfi ekki að leita á náðir Tinder til að finna ástina á nýjan leik.

SHARE