Tiramisu – Uppskrift frá Lólý.is

Tiramisu er algjörlega uppáhalds eftirrétturinn í minni fjölskyldu og ég veit að það er eins hjá mörgum öðrum. Þessi uppskrift finnst mér persónulega sú allra besta – en auðvitað er smekkurinn misjafn með það. Þetta er uppskrift sem ég er aðeins búin að breyta en er að upplagi sú sama og ég fann í gamalli ítalskri uppskriftarbók sem ég á hérna heima og er búin að eiga síðan ég byrjaði að búa.
tiram
2 dósir mascarpone ostur
8 egg
2 msk flórsykur
1 msk vanillusykur
1-2 dl mjólk
2 bollar sterkt kaffi
1 dl amaretto líkjör
4 pakkar Lady fingers
2-3 msk kakó

Takið mascarpone ostinn og setjið í skál ásamt eggjarauðunum og hrærið vel saman.  Bætið þá út í flórsykri, vanillusykri og mjólk.  Það þarf að hræra ostinn svolítið vel því annars verður hann kekkjóttur. Þeytið saman eggjahvíturnar þangað til þær eru orðnar alveg stífar.  Blandið þeim þá varlega út í ostablönduna til að gera hana létta og ljósa.

Setjið saman í grunna skál, kaffið og líkjörin og dýfið Lady fingers í kaffiblönduna mjög stutt því þeir draga svo mikinn vökva fljótt í sig.  Áður en þið gerið þetta verið þá búin að ná ykkur í eldfast mót og raðið Lady fingers í botninn alveg botnfylli og hellið síðan helmingnum af ostablöndunni yfir, raðið svo annarri röð af Lady fingers og hellið síðan restinni af ostablöndunni yfir.  Dreifið kakóinum yfir með sigti og setjið í ísskápinn, best er að gera þetta deginum áður en á að bera þetta fram.
Þessi uppskrift er fyrir 10-12 manns.

Þessi uppskrift passar í stórt eldfast mót. Ég nota alltaf glært stórt eldfast mót úr Ikea sérstaklega þegar ég er að gera fyrir stórfjölskylduna.

 

log lol

SHARE