Titanic: Mistök í kvikmyndinni sem þú tókst örugglega ekki eftir

Það eru komin 20 ár síðan að James Cameron hófst handa við stórmyndina Titanic. Í myndinni voru notaðar gríðarlega háþróaðar tæknibrellur, stafrænt fólk, vatn, reykur – svo eitthvað sé nefnt. Allar voru brellurnar mjög ný tækni á þessum tíma. Kvikmyndin varð feikilega vinsæl og hélt sæti sínu sem tekjuhæsta kvikmynd allra tíma allt til ársins 2009.

Í myndinni má þó telja yfir 270 mistök. Ég fór á hana í bíó fjórum sinnum árið 1997. Og hef horft á hana að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári síðan. Ég hef samt aldrei orðið vör við nein mistök. Mögulega af því ég horfi bara á Leonardo DiCaprio. Eða svona að mestu leyti. Kannski örlítið á Billy Zane sem lék Cal Hockley. Hann venst furðuvel með árunum.

Burtséð frá Leo og Zane er dálítið skemmtilegt að skoða mistökin sem myndin hefur að geyma. Hluta af þeim að minnsta kosti. Ekki alveg öll 270 talsins.

4

3

8

Handjárnaður Leo týnir skyndilega axlaböndunum. Merkilegt nokk.

Untitled

Fæðingarblettir færast til.

5

maxresdefault

1

Í einu atriðinu er Kate búin að mölva glerið. Síðan snýr hún sér aftur að exinni og glerið er nánast heilt.

9

Hlutar af sviðsmyndinni voru augljóslega úr frauðplasti.

7863

Kíktu á myndbandið fyrir meira:

Tengdar greinar:

6 ára strákur spilar Titanic lagið á gítar – Myndband

Hann eldist vel – Leonardo DiCaprio í áfengisauglýsingu – Myndband

13 stjörnur sem eldast hrikalega vel

SHARE