Hvernig vilt þú láta minnast þín þegar ævidagar þínir eru á enda? Hvernig minnngarathöfn myndir þú helst kjósa? Hvað með að láta öskuna hvíla í sérútbúinni ösku sem er kynlífsleikfang, svo makinn geti notið ásta með þér út fyrir gröf og dauða?
Hljómar of ógeðfellt til að vera satt? Er tilhugsunin jafnvel ögrandi? Jafnvel hugmyndin hljómi fjarstæðukennd? En slík askja er til; listamaðurinn og vöruhönnuðurinn Mark Sturkenboom, sem stendur að baki hugmyndinni vonast meira að segja til að slíkar öskjur verði alvanalegar eftir fáein ár.
Sjá einnig: Hjálpartæki ástarlífsins – Þetta vissir þú ekki! – Myndir
Hér er boxið; minningaboxið og það inniheldur hálsmen til minningar um látinn ástvin. Magnara sem er ætlaður að hjóðvarpa tónlist sem minnir þig á liðnar stundir, ilmúða sem er ætlað að framkalla góða líðan – en rúsínan í pylsuendanum mun sjálfur dildóinn sem er gullhúðaður.
Óviðeigandi myndu margir segja (og undirrituð tæki undir þau orð) en það er dildóinn sem inniheldur ösku hins látna. Og vekur hvað mestu athyglina.
Sjá einnig: 5 góðar ástæður fyrir því að konur eigi að stunda meiri sjálfsfróun
Sjálfur segir Mark um öskjuna góðu:
Söknuðurinn eftir nándinni og kynlífinu er hluti af því sorgarferli sem eftirlifandi maki fer í gegnum við fráfall ástvinar. Þetta er í raun grunnhugmyndin að baki 21 Grams. Öskuílátið, sem er dildó – veitir eftirlifandi ástvini þann möguleika að viðhalda lostanum eftir andlátið.
Aðspurður hvernig hann fékk þessa undarlegu hugmynd svarar hann:
Ég hjálpa stundum eldri konu með matvörurnar, en hún er með ílát í glugganum þar sem aska eiginmanns hennar hvílir. Hún talar alltaf um látinn eiginmann sinn af svo mikilli virðingu og ást en krukkan sjálf endurspeglar ekki þær tilfinningar sem hún lýsir.
Á sama tímaskeiði var ég mikið að velta kynlífi fyrir mér; eftirlifandi ekkjum, því sem ekki má og kynferðislegri nánd. Skyndilega hugsaði ég svo: – Get ég ekki sameinað þessar hugsanir og mótað úr verk sem er bæði óður til ástarinnar, söknuðarins og nándarinnar?
Ílátið, sem ber heitið 21 Grams – sem margir segja að sé sú þyngd sem sálin vegur – varð að lokum úr og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Það er ekki öll vitleysan eins.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.