Píkan er dásamlegt líffæri. Í raun og veru er píkan eitt af kraftaverkum lífsins; undursamlega sterk og snípurinn einn er gæddur um átta þúsund taugaendum! Innviðir píkunnar, eða leggöngin, eru lagskipt og opnast eins og regnhlíf við samfarir. Þá er píkan það fullkomin að gerð að hún býr yfir sjálfhreinsandi eiginleikum. Að því sögðu er ekki hér átt við að almennt hreinlæti sé með öllu óþarft, heldur er fremur verið að vísa til þeirrar staðreyndar að píkan er svo fullkomin að gerð að sterkar hreinsisápur eru með öllu óþarfar. Náttúran sér um sína og eðlileg böðun er fyllilega nóg.
Hér fara tíu skemmtilegar og lítt þekktar staðreyndir um píkuna:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.