Tjarnarbíó iðar af lífi: Ljóðakvöld, Leyndarmálavika og Listagetterí við Tjörnina

„Ljóðakvöldið heppnaðist mjög vel. Við fórum út í spunaljóð og örljóð og skutum hvort á annað, en andrúmstloftið var létt-djazzað og skemmtilegt” svarar Hugrún Margrét Óladóttir, sem starfar sem vaktstjóri á Kaffi- og Ölstofunni í Tjarnarbíói Reykjavíkur.

Gamla kvikmyndahúsið hefur gengið í endurnýjum lífdaga sinna og verða menningarviðburðir af ýmsum toga áberandi á næstu mánuðum, rjúkandi heitt verður á könnunni og að sögn þeirra sem að kaffihúsinu standa er þar að finna einar bestu kökur í heimi.

[new_line]

302343_10150342616589303_1996639918_n (2)

Hugrún Margrét Óladóttir starfar sem vaktstjóri á Kaffi- og Ölstofu í Tjarnarbíó 

 [new_line]

Hugrún, sem bjó um hríð í Bretlandi, samdi þetta ljóð sem hún segir vera óð til söknuðar, stuttlega eftir að leið hennar lá út fyrir landsteina Íslands og deilir hún því með lesendum – en aðspurð segir Hugrún að betur hafi farið en á horfðist þegar ljóðið var ritað þar sem hún hafi ratað í fang ástarinnar og gengið í hjónaband fyrir einungis mánuði síðan:

 [new_line]

Tíminn er stríðinn og nóttin er grimm.
Draugur þinn andar á mig og ég loka augunum.
Opna augun og sé að ég er draugur sjálfrar mín.

 [new_line]

Annar þriðjudagur hvers mánaðar helgaður ljóðaupplestri

„Þetta var mikið fjör, en ljóðakvöldið var haldið í annað sinn núna í vikunni og er ætlunin að halda ljóðakvöld annan þriðjudag í hverjum mánuði til jóla. Mæting hefur verið frábær og kjarnahópurinn er góður; leikarar jafnt sem listafólk litu við í Tjarnarbíói núna í vikunni og öll fluttum við frumsamin ljóð sem og verk eftir aðra, við fórum með spunaljóð og örljóð og hlógum mikið,” segir Hugrún ennfremur spurð um hvað fari fram í raun á ljóðakvöldunum við Tjörnina í Reykjavík.

[new_line]

10380885_251870128347947_5412338942956556355_n (1)

Svipmynd af Kaffi- og Ölstofunni í gamla Tjarnarbíó 

[new_line]

Minninga-Tvíviknungur til heiðurs Tjarnarbíói

Hugrún, sem er annar tveggja vaktstjóra á Kaffi- og Ölstofunni í Tjarnarbíó, segist vera bjartsýn á menningardagskrá næstu mánaða. „Ég hef verið að leika mér við samsetningu viðburðadagatals og þannig höldum við á næstunni viðburð sem ég kýs að kalla Minninga-Tvíviknung sem gengur út sjálfa sögu gamla kvikmyndahússins, en heitið er skírskotun í annars vegar minningar þær sem tengjast gamla kvikmyndahúsinu og svo þá staðreynd að þemað verður uppi í tvær vikur.”

„Í því samhengi biðjum við fólk að heimsækja Tjarnarbíó sem hefur séð tímanna tvenna og þjónað svo fjölbreytilegum hlutverkum; við óskum þess að gestir tali ýmist inn á diktafón og segi frá sínum eigin minningum úr Tjarnarbíó eða riti niður upplifanir sínar í sérstaka minningarbók sem verður geymd og varðveitt gamla kvikmyndahúsinu til heiðurs.”

 [new_line]

10522245_1443520862586887_839664928_n (2)

Iðandi menningarlíf við Tjörnina í Reykjavík: Ljósmynd tekin af Instagram síðu Tjarnabíó

[new_line] 

Listagetterí og RIFF á dagskrá vetrar

Þá verður Listagetterí á dagskrá Kaffi- og Ölstofunnar á næstu vikum, en það mun vera pop-quiz sem snýr að íslensku menningar- og listalífi. „Við erum að setja upp nokkra viðburði í tengslum við Listagetteríið og verðum þannig með RIFF að hluta til, en við viljum einnig að gestir sendi okkur upplýsingar um sína uppáhalds kvikmyndatónlist svo við getum þeytt skífum á kaffihúsinu og jafnvel spilað óskalög eftir ábendingum. Við erum opnar fyrir öllu.”

[new_line] 

927315_586541318110529_155355930_n (1)

 

Föndrað með fiðrildi; ólíkum listgreinum er gert hátt undir höfði í húsakynnum Tjarnarbíó

[new_line] 

Leyndarmálavikan leggur grunn að listasmiðju

Að endingu má nefna sjálfa Leyndarmálavikuna, sem eins og skilja ber, hefur yfir sér dulúðugan blæ. Hugrún segir mikinn spenning vera í loftinu fyrir sjálfri Leyndarmálavikunni og að í raun sé allt opið. „Leyndarmálavikan byggir á Post Secret hugmyndinni, en þá sendir fólk inn leyndarmálin sín, hversu djúp eða grunn sem þau kunna að vera. Við látum þau öll í sérstakan leyndarmálakassa og svo er ætlunin að setja upp listasmiðju; hvort sem við gerum úr þessu ritsmiðju eða setjum upp í myndrænu formi. Þetta getur verið allt frá: Ég kláraði mjólkina upp til Ég er ættleiddur. Allt í þessum dúr.”

Áhugasamir um starfsemi Tjarnarbíó nú í vetur geta fylgst með á Facebook: Smellið HÉR og á Instagram: Smellið HÉR

SHARE