Þessi flotta íbúð er í miðborg Stokkhólmar. Stílhrein hönnun gleður augað og ekki sakar lofthæðin sem er 4,2m. Hvítt í hólf og gólf, stórir og fallegir gluggar í eldhúsinu ásamt fallegri verönd út í garðinn. Granít er á borðum í eldhúsi, eldhústæki stálburstuð og góð vinnuaðstaða þar af. Opin borðstofa nær að flæða og tengja íbúðina á fallegan hátt við stofuna. Smart baðherbergi með hita í gólfum. Það eru 3 svefnherbergi og þar af eitt upp á lofti, hreint út sagt dásamleg íbúð.