Eitt af alsíðustu verkefnum Mayu Angelou í lifanda lífi fyrr á þessu ári var útgáfa breiðskífu sem inniheldur þrettán hip-hop tónverk, þar sem heyra má röddu Mayu lesa upp eigin ljóð. Breiðskífan, sem kom út í nóvember sl. ber heitið Caged Bird Sings og nú hefur eitt tónlistarmyndband litið dagsins ljós; Harlem Hopscotch.
Hér má heyra Mayu lesa baráttuljóð sitt I RISE undir hip-hop tónum en grein heldur áfram fyrir neðan myndband:
Í myndbandinu má heyra röddu Mayu fara með eigin ljóðlínur en kunnugleg andlit taka sporið; dansarar úr Dancing with the Stars, So You Think You Can Dance og America’s Best Dancer Crew en ítarleg umfjöllun um breiðskífuna birtist á vef Billboard í nóvember
Útkoman er skemmtileg, lifandi og glaðlynd en breiðskífuna, sem inniheldur 13 lög má nálgast á iTunes og Spotify. Einnig má hlýða á breiðskífuna sjálfa HÉR
Tengdar greinar:
Maya Angelou: 11 gullkorn sem eiga erindi við allar konur
Beyoncé segir frá öllu í stuttmyndinni Yours and Mine
Hvaða skoðun hefur þú á feminisma?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.