Þessir litlu gaurar eru tvíburar og hljóta hreinlega að sprengja alla krúttskala heims; þeir eru með sína eigin Instagram síðu sem í fljótu bragði lítur út eins og smávaxið tískutímarit fyrir yngstu kynslóðina.
Eins og vill verða um ófáa tvíbura sem eru ungir að árum, klæðast þeir alltaf í stíl við hvern annan en í glæsilegri kantinum þó. Á Instagram má sjá þessi litlu hátískukrútt með Ray Ban sólgleraugu, klædda í hátískufatnað og svo stíliseraða og töff að erfitt er að verjast þess að fá ofbirtu í augun.
Kannski hér séu komnir krúttboltar sem vaxa upp í að vera leiðandi innan tískuheimsins þegar fram líða stundir?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.