Það eru til mörg hótel í heiminum sem eru bæði öðruvísi og falleg en þetta er eitt af því betra sem við höfum séð. Það heitir Montana Magica hótel og er í Chile. Það er í miðjum 120 þúsund hektara skógi og er í laginu eins og eldfjall.
Þetta eldfjall gýs meira að segja, en þó ekki eldi og brennisteini, heldur vatni sem flæðir yfir hliðar hótelsins en hótelið er þakið plöntum, mosi og vínviði.