Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðal manneskju.
Lifrin gegnir fjölmörgum hlutverkum og er aðalefnaskiptalíffærið sem líkaminn hefur. Lifrinni er oft líkt við efnaverksmiðju sem vinnur úr öllu sem við borðum, drekkum, öndum að okkur og berum á húðina.
Lifrin er fæðuvinnslustöð, geymsla og miðstöð dreifingar. Hún tengist allri líkamsstarfsemi á beinan eða óbeinan hátt. Lifrin er að vinna allan sólahringinn úr því sem við innbyrgðum.
Þegar fita safnast á lifrafrumurnar er talað um fitulifur.
Hvað er fitulifur?
Hvernig verður hún til?
Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur líka verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leiðir til lifrabilunar. Það fer fyrst og fremst eftir því hver orsök fitulifrar er.
Algengustu orsakir eru áfengisneysla, offita eða sykursýki. Aðrar orsakir geta verið næringarskortur, Berklar, þarmaaðgerðir vegna offitu, eiturefni og lyf.
Mikilvægi þess að forðast eiturefni og velja sér góða næringu er lifrinni til góða.
Heimild: healthline.com
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!