Tölum aðeins um fitulifur

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðal manneskju.

Lifrin gegnir fjölmörgum hlutverkum og er aðalefnaskiptalíffærið sem líkaminn hefur. Lifrinni er oft líkt við efnaverksmiðju sem vinnur úr öllu sem við borðum, drekkum, öndum að okkur og berum á húðina.

Lifrin er fæðuvinnslustöð, geymsla og miðstöð dreifingar. Hún tengist allri líkamsstarfsemi á beinan eða óbeinan hátt. Lifrin er að vinna allan sólahringinn úr því sem við innbyrgðum.

Þegar fita safnast á lifrafrumurnar er talað um fitulifur.

Hvað er fitulifur?

Hvernig verður hún til?

Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur líka verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leiðir til lifrabilunar. Það fer fyrst og fremst eftir því hver orsök fitulifrar er.

Algengustu orsakir eru áfengisneysla, offita eða sykursýki. Aðrar orsakir geta verið næringarskortur, Berklar, þarmaaðgerðir vegna offitu, eiturefni og lyf.

Mikilvægi þess að forðast eiturefni og velja sér góða næringu er lifrinni til góða.

Heimild: healthline.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here