Við sögðum ykkur frá því í gær að barnsfaðir Halle Berry, Gabriel Aubry og kærastinn hennar, Oliver Martinez, lentu í slagsmálum þegar Gabriel var að skila dóttur þeirra heim til Halle.
Nú hefur slúðursíðan TMZ birt myndir sem sýna áverkana á andliti Gabriel en Oliver hefur greinilega náð að kýla hann mjög harkalega.