Tom Cruise fer í lýtaaðgerðir til að halda sér unglegum

Leikarinn Cuba Gooding Jr. kom heldur betur upp um leikarann Tom Cruise í spjall þættinu hjá Andy Cohen í líðandi viku.

Andy spurði Cuba hvort að Tom Cruise gerði eitthvað til að halda sér svona unglegum en Tom og Cuba léku saman í myndinni Jerry Maguire árið 1996 og virðast hafa haldið einhverju sambandi eftir það.

Sjá einnig: Tom Cruise hefur ekki séð Suri í tvö ár

Cuba svaraði spurningu Andy játandi en sagðist ekki vita nákvæmlega hvað hann hefði gert. Cuba sagðist hafa mætt eitt sinn  heim til leikarans í óvænta heimsókn og þá hafi Tom tekið á móti honum þakinn rauðum punktum í andlitinu. Tom virtist vera brugðið við þessa óvæntu heimsókn. Báðum var brugðið þegar Tom opnaði hurðina en Cuba spurði Tom hvort að það væri ekki allt í lagi með hann. Tom svaraði á móti að hann hefði bara ekki átt von á honum.

Sjá einnig: Cher og Tom Cruise voru einu sinni saman

Andy reyndi að fá upp úr Cuba hvað það væri nákvæmlega en Cuba sagðist ekki hafa hugmynd um það, eina sem hann vissi var að hann gerði eitthvað.

msdjema_ec001_h_cuba-gooding-jr-tom-cruise-jerry-maguire-zoom-c0aee379-6de4-40ec-b056-562642ad45e0

SHARE