Tónaflóð og málþing í Hörpunni helgina 1. og 2. mars Á laugardeginum 1.mars verður haldið málþing sem skoðar og kryfur stöðu jafnréttismála í tónlist á Íslandi. Þar flytja erindi Katrín Jakobsdóttir, Árni Matthíasson, Guðni Tómasson, Arna Kristín Einarsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. Einnig verða pallborðsumræður þar sem rædd verður staðan og framtíðin í átt að jafnrétti.
Á sunnudeginum verður síðan tileinkaður lifandi tónlist. Frá kl. 13.00 – 17.00 má heyra í þremur hornum Hörpu í tónlistarkonum flytja verk sín og annarra. Þetta eru Yoko hornið, Norðurbryggja og Munnharpan. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtilegt en þar koma fram Kristjana Arngríms, Nína Gríms, Adda Ingólfs, Guðrún Árný og Una Stef svo einhverjar séu nefndar.
Hápunktur hátíðarinnar er síðan TÓNAFLJÓÐ, tónleikar í Eldborg Sunnudagskvöldið 2.mars kl. 20.00. KÍTÓN, félag kvenna í tónlist kynnir sannkallaða tónlistarveislu þegar rjóminn af íslenskum tónlistarkonum stígur á svið í Eldborg 2. mars. Tónlistarkonurnar Cell 7, Ellen Kristjáns, Sunna Gunnlaugs, Mammút, Lay Low, Ragga Gröndal, Myrra Rós, Hafdís Huld, VÖK og Ragnhildur Gísladóttir. Þær Greta Salóme og Lay Low flytja eigin tónlist. Caput, Vox feminae, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hljómeyki flytja verk eftir Þórunni Grétu, Báru Gríms, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jórunni Viðar og Önnu Þorvalds.
KÍTÓN er fyrsta félag tónlistarkvenna sem stofnað er á Íslandi þvert á tónlistarstrauma, bakgrunn og menntun og hefur nú annað starfsár sitt með uppskeruhátíð í Hörpu. Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal tónlistarkvenna.