Tónlistarmyndband dagsins – fáránlega grípandi!

Vegard and Bård Ylvisåker sem skipa norska dúettinn Ylvis tóku lagið The Fox og samnefnt myndband upp til að auglýsa þriðju seríuna af spjallþætti þeirra Í kvöld með Ylvis (I kveld með Ylvis) sem byrjaði 10. september sl. á sjónvarpsstöðinni TVNorge. Lagið var gefið út á Itunes í Noregi 2. september sl. en var tekið niður vegna ágreinings um höfundarétt. Það var síðan aftur fáanlegt 17. september sl.

Lagið sem átti að þeirra sögn einungis að skemmta nokkrum norðmönnum í rúmlega 3 mínútur hefur síðan birst á yfir hundrað itunes vinsældalistum í yfir 20 löndum um allan heim og situr nú í 25. sæti bandaríska Billboard listans. Laginu, sem hefur um 37 milljón áhorf á youtube, hefur m.a. verið líkt við lag PSY Gangnam style. Ylvis eiga þó langt í land með að ná vinsældum Gangnam Style sem er með 1,8 billjón áhorf.

Lagið er þrátt fyrir einfalda textagerð, sem minnir á íslensku vísurnar um húsdýrin, fáránlega grípandi og skemmtilegt.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”jofNR_WkoCE”]

SHARE