Tónlistarveisla í bítlabænum Keflavík

Það er flestum í fersku minni þegar troðið var í Stapa á böllunum hér áður fyrr. Hljómsveitir á við Sálina hans Jóns mins, Todmobile, SSSól, Vinir vors og blóma, Greifarnir, svo eitthvað sé nefnt og sé nú ekki talað um fjörið og stemminguna ef lengra er farið aftur í tímann. Þessar hljómsveitir sem ég tel upp eru í mínum huga uppsprétta gleðilegra stunda í gamla góða Stapa og eiga flestir sínar minningar tengdar sínum uppáhaldshljómsveitum.

Það er því við hæfi að rifja upp þessa skemmtilegu stemmingu og blása til tónlistarveislu í Keflavík um næstu helgi. Keflavíkurnætur fara fram 15-17 ágúst á þremur helstu skemmtistöðum Keflavíkur. Þar koma fram þekktustu bönd og tónlistarmenn landsins.Þrjú böll í gangi í einu bæði kvöldin og með miðanum er hægt að flakka á milli og upplifa stemminguna eins og hún gerist best.

Fram koma:

Kaleo, Skítamórall, XXX Rottweiler Hundar, Geirmundur Valtýss, Leoncie, Steindi Jr. & Bent, Friðrik Dór, Björgvin Halldórsson, Helgi Björns, Muscleboy [Stuðlagaball], Sverrir Bergmann, Emmsjé Gauti, Óli Geir, Jóhanna Guðrún, Rokkabillýbandið, Auddi Blö og Gísli Pálmi.

Miðasala er hafin á midi.is og í Gallerí Keflavík. Hægt er að kaupa helgarpassa eða á stakt kvöld.  Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu hátíðarinnar  „Keflavíkurnætur“ þar sem möguleiki er á að vinna passa á þessa frábæru hátíð.

 

 

SHARE