Törutrix| Svona gerir þú regnbogaeyeliner á auðveldan hátt

Það er alveg ótrúlegt hvað yngri kynslóðin hér á landi hefur tekið miklum framförum í að farða sig. Ungar stelpur og strákar eru orðin mun klárari að farða sig og vita oft jafn mikið og við fagaðilarnir. Þá einna helst eftir að Youtube og Snapchat kom til sögunnar, streyma þar inn hin ýmsu kennsluvideo af margs konar förðunar/fegurðarráðum, alls staðar að úr heiminum.

Þetta var ekki svona þegar ég var unglingur, ég hafði engin kennsluvideo fyrir framan mig. Ji, hvað ég hefði skemmt mér vel við að horfa á svona video.

En við verðum samt að passa okkur að láta ekki dáleiðast of mikið af öllum þessum vörum, tækjum og tólum sem eru sýnd á þessum miðlum. Það er gaman að eiga fallegar vörur til að mála sig en það er alls ekki nauðsynlegt að eiga allt sem er sýnt á bloggum, Snapchat og Youtube. Ég kannast nú samt sjálf við þetta að horfa á þessi myndbönd og hugsa ,,ég verð nú að eiga þetta” en þetta er nú bara markaðsetning, auðvitað þarf ég ekki að eiga þetta allt.

Gott er að temja sér hvað er gott að eiga og nota. Ég er nú ekki að segja ykkur að þið eigið ekki að versla ykkur vörur heldur safna smátt og smátt og auðvitað koma ný trend og nýjir hlutir. Í næsta video frá mér mun ég sýna auðvelda förðun og hvað er gott að eiga fyrir byrjendur.

Ég var nú samt að gera myndband og er hægt að nota hvaða augnskugga sem þið eigið við hendina. Þið þurfið ekki að hlaupa útí búð og kaupa nákvæmlega það sem ég notaði. Ég nota auðvitað TöruTrix í myndbandinu til að auðvelda ykkur fyrir.

Mér finnst alltaf gaman að breyta til og prófa nýjar farðanir. Einnig finnst mér einstaklega gaman að leika mér með liti. Við eigum það til að festast í sama farinu með förðun og gera alltaf það sama. Að þessu sinni gerði ég regnbogaeyeliner með augnskuggum.

Þessa förðun er gaman að nota t.d á Gaypride hátíðinni, 17.júní eða bara við einhver skemmtileg tilefni.

Endilega kíkið á myndbandið hér að neðan til þess að sjá hvernig ég gerði þessa förðun.

Knús Tara.

SHARE