Í tileni af því að Valentínusardagurinn og árshátíðir eru á næsta leiti þá ákvað ég að gera förðunarmyndband í tengslum við það. Ég veit að við íslendingar erum ekki mikið fyrir að halda daginn hátíðlegan, þetta er nú ekki íslensk hefð. Samt sem áður verðum við ástfangin á Íslandi og förum á “datenight” með ástinni okkar. Þá getum við einnig kallað þetta stefnumótaförðun. Þessa förðun er nú líka hægt að nota við mörg önnur tilefni eins og t.d fyrir árshátíð, ball. djamm eða fyrir gott vinkonukvöld svo eitthvað sé nefnt.
Þessi förðun er mjög auðveld og er því einnig góð fyrir byrjendur og fyrir þá sem eru að fikra sig áfram í förðun. Ég notaðist við ódýrari vörur en venjulega í þessu myndbndi og færri bursta eins og t.d. notaði ég tvo bursta á augnlokið og einn undir.
Það getur oft verið rugland fyrir fólk að horfa á allt burstaflóðið sem við förðunarfræðingar notumst oft við. Það er nefnilega alls ekki nauðsyn og þurfið þið því ekki að hlaupa útí búð og kaupa 15 bursta fyrir eina förðun. Mig langar einnig að nefna að þið þurfið heldur ekki að kaupa allt sem er í svona kennslumyndböndum. Það er alltaf hægt að nota vörur að heiman sem þið eigið og aðra liti en kannski notast við sömu tækniatriði.
Ég gerði nýtt TöruTrix í þessu myndbandi sem er svolítið sérstakt en mjög hagnýtt, ódýrt, flýtir fyrir og auðveldar ykkur til muna. Ekki dæma strax.
Ég ætla að láta myndbandið tala núna. Endilega ýtið á linkinn hér fyrir neðan.
Knús Tara Brekkan.
Tara Brekkan Pétursdóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur hjá MAC cosmetics og No Name cosmetics.
Tara hefur haldið úti förðunarvideoum sem hafa náð góðum vinsældum þar sem hún kennir skemmtileg förðunarráð og Törutrix.
Tara hefur einnig starfað aðeins í sjónvarpi þar sem hún var með lífsstílsþætti á Istv og Hringbraut.