TÖRUTRIX | Viltu læra að gera Halloween förðun?

Í tilefni af því að Halloween er framundan langaði mig til þess að gera smá kennsluvideo af Halloween förðun. Margt er hægt að gera eins og t.d. beinagrind, zombie, póstulínsdúkku og margt margt fleira.

Hjá mér að þessu sinni varð Horror Doll förðun fyrir valinu eða hryllingsdúkka.

Í videoinu sýni ég ykkur skref fyrir skref hvernig ég bý til sárin og skurðina og kenni ykkur í leiðinni hvernig er hægt að nota vörur heima hjá sér og búa til heimatilbúið blóð og hold.

Öðru megin er brennt andlit með skurðum og sárum og hinu megin er beauty förðun eða dúkka.

Ef þið viljið nota eitthvað af þessum trixum endilega kíkið þá á videoið hér að neðan.

SHARE